Karellen

Tilgangurinn með samstarfi milli skólastiga er að skapa samfellu í námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Mikilvægt er til að ná þessum markmiðum að treysta gagnkvæma þekkingu og skilning kennara á þessum tveimur skólastigum á starfi og starfsaðstæðum hvers annars. Markmiðið er að stuðla að vellíðan og öryggi barna og foreldra þegar börnin flytjast á milli skólastiga.

Til þess að ná þessu markmiði er mikilvægt að samræmi sé milli þess sem börn vinna með eða gera í leikskólanum og þess sem unnið er að í grunnskólanum. Ekki er stefnt að því að allt eigi að vera eins á skólastigunum heldur að mismunurinn sé innan þeirra marka að hann valdi ekki óöryggi og kvíða hjá börnum og foreldrum þeirra.

Í Aðalnámskrám gunn- og leikskóla segir:

Ef flutningur barna úr leikskóla í grunnskóla á að vera farsæll þarf að undirbúa hann vel fyrir og eftir lok leikskólanáms. Leikskólabörn eiga að fá tækifæri til að kynnast umhverfi og starfi grunnskóla meðan þau eru enn í leikskóla og viðhalda góðum tengslum við leikskólann eftir að grunnskólanám hefst.

Á öðrum stað stendur:

Tengsl leikskóla og grunnskóla er samstarfsverkefni barna, foreldra, kennara og annars starfsfólks beggja skólastiga, þar sem barnið, velferð þess, þroski og menntun eru í brennidepli. Kennarar á báðum skólastigum eiga að kynna sér nám og starfsaðferðir hver annars, leita leiða til að móta samstarf og skapa samfellu í námi barna í því augnamiði að auka sjálfstraust barna og styðja við nám þeirra.

Hér er að finna samstarfsáætlun Mánaland og Víkurskóli:

samstarfsáætlun mánaland og víkurskóli - lokaskjal 2.pdf

=====English====

The purpose of collaboration between schools is to created continuity in children's learning, meet their needs and promote a targeted learning structure. It is important to trust the mutual knowledge and understanding of teachers work and working conditions at both school levels in order to acheive this. The aim is to promote the well-being and safety of children and parents when children move between schools.

In order to achieve this it is important that there is consistency between what children work with or do in preschool and what they work on in primary school. The objective isn't that everything should be the same at both school leves, but that the differences are not so vast that they cause insecurity and anxiety in children or parents when moving between schools.

In the National Curriculums for Primary and Preschool's it is stated: If the transition of children from preschool to primary school is to be successful, it must be well prepared before and after the end of preschool education. Children in preschool should have the opportunity to get to know the enviornment and work in primary school while they are still in preschool and maintain a good relationship with the preschool after primary school education begins.

Elsewhere it is also stated: The relationship between preschool and primary school is a joint project between children, parents, teachers and other staff at both school levels, where the child, his well-being development and education are the focus. Teachers at both school levels should get to know each others learning and work methods, look for ways to form partnerships and create continuity in children's learning with the aim of increasing children's self - confidence and supporting their learning.

Here you will find the collaboartion plan for Mánaland and Víkurskóli.

collaboration mánaland and víkurskóli - english.pdf


© 2016 - 2024 Karellen