Ofbeldi gegn börnum
Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að passa upp á það. Ef þú veist eða hefur grun um að barn sé beitt ofbeldi áttu að tilkynna það. Góð samskipti og fræðsla er góð undirstaða til að fyrirbyggja ofbeldi og stoppa það eins fljótt og hægt er.
Ef þig grunar að barn hefur orðið fyrir ofbeldi, að það búi við óviðunandi aðstæður eða að það sé að stofna heilsu sinni og þroska í hættu þá áttu samkvæmt lögum að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Það geturðu gert með því að hringja í 112. Þetta á líka við um ófædd börn. Tilkynningarskyldan á bæði við um almenning og fólk sem hefur afskipti af börnum vegna starfs síns.
Þegar tilkynnt er kemur fagaðili málinu í farveg og fjölskyldu er veitt stuðningur frá annað hvort barnavernd eða félagsþjónustu. Losaðu þig við áhyggjurnar og beindu þeim í farveg með því að láta vita. Velferð barnsins er alltaf höfð að leiðarljósi.
Upplýsingar vegna Barnavernd -Félags go skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt aðgang að tilkynningarblað má finna hér.
Einnig er að finna ítarleg upplýsingar á 112.is
Leikskólar eru skyldur að hafa viðbragðsáætlun innan leikskóla gagnvart ofbeldi gegn börnum. Börn eiga alltaf að fá að njóta vafans þegar það kemur að ofbeldi. Allar gegundir ofbeldis geta haft alvarlegar afleiðingar á líf barns. það ber öllum skylda að tryggja barni öryggi eftir bestu getu ef grunur liggur um ofbeldi, börn ná sjaldnar að slíta sig frá ofbeldi heldur en öfugt.
Starfsfólk leikskólans berríkt skyldur að tilkynna hvers kyns ofbeldi og samkvæmt aðgerðum A.4, B.1 og C.2 í þingsályktun 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á allt starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum að ljúka netnámskeiði Barna- og fjölskyldustofu um grunnatriði kynferðislegrar hegðunar barna og ungmenna, einkenni kynferðisofbeldis, og hvernig beri að bregðast við.
Hér er að finna verklagsreglur Mánalands, viðurkenningarskjöl starfsfólks sem hafa lokuð netnámskkeiðinu á vegum Barna- og fjölskyldustofu og slóð að rafrænu handbóker fjallað um ofbeldi sem sum börn verða fyrir.
verklagareglur um tilkynningaskyldu starfsmanna mánalands til barnaverndarnefnda.pdf
vottun starfsmanna vegna barnavernd netnámskeið 2024.pdf
Rafræn handbók Ofbeldi gegn börnum Hlutverk skólans
English===========