Karellen

ENGLISH BELOW

Allt starf leikskólans felur í sér viðamikið og samþætt nám, hvort sem það eru daglegar venjur, svo sem matartímar og klósettferðir, eða markvisst starf skipulagt af kennurum. Börn uppgötva og læra af öllu sem þau taka sér fyrir hendur bæði í leik sem og daglegu starf inni og úti, með stuðningi og hvatningu hinna fullorðnu og í samvinnu við önnur börn.

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) eru námssvið leikskóla þessi:

  • Læsi og samskipti
  • Heilbrigði og vellíðan
  • Sjálfbærni og vísindi
  • Sköpun og menning

Daglegt starf mótast af þessum námssviðum, en í hverri stund dagsins tvinnast saman mörg námssvið í heilstætt nám.

Á hverjum degi er lagt upp úr að börnin hafi góðan tíma fyrir frjálsan leik, bæði inni og úti. Öll börn fara í hverri viku í tíma í a.m.k, samverustund, kubbaleikur, myndlist/sköpun og íþróttum. Þessa tíma eru þau í litlum hópum undir faglegri handleiðslu. Að auki fara börnin reglulega í vettvangsferðir í nærsamfélaginu, en nærumhverfi leikskólans býður upp á ótal skemmtilegar gönguleiðir.

Leikskólinn fylgir ákveðnu dagskipulagi sem þó er sveigjanlegt, það er sniðið að þörfum barnanna, þroska þeirra og aldri. Á öllum deildum er dagskipulagið sjónrænt. Dagskipulagið og ákveðnar tímasetningar gefa starfinu ákveðna festu og veita hverju barni öryggi.


ENGLISH

The methods of teaching and development used at our Preschool are all related to holistic integrated learning, whether it is through our daily routine, including mealtime, toilet trips, or structured learning organized and lead by teachers/adults. Children learn from everything they do both in play and through structured learning both i within the classroom and out of doors, with the support and encouragement of teachers/adults and in collaboration with other children.

According to the National Curriculum Guide for Preschools (2011), the curriculum areas of preschool learning and devleopment are:

  • Literacy and communication
  • Health and well-being
  • Sustainability and science
  • Creativity and culture
Our daily routine is shaped ith opportunities for these areas of learning and development, Throughout all activities and all times of the day, the areas of learning and development intertwine into a holistic experience.

Every day, we make sure that the children have plenty of time for free play, both indoors and outdoors. Every week, all children have structured learning opportunties in circletime, block play, art/creative play, and gym class. Children are taken into small groups under professional guidance. In addition, there are regular field trips in the local community, as the surroundings here offer countless fun hiking trails and opportunties to explore!

The preschool follows a specific classroom schedule, which is flexible, it is tailored to the needs of the children, their development and age. In all classrooms, the daily schedule is visual. The schedule and specific timing of events give the day a certain structure and provide each child with security.




© 2016 - 2025 Karellen