Karellen

Á Mánalandi eru hátt hlutfall barna og starfsfólks með erlendan bakgrunn sem tala fleiri tungumál en íslensku. Málaumhverfið er því fjölbreytt og stundum flókið er varða lagalegar skyldur leikskólans um að stuðla að ræktun íslenskrar tungu. Markmið með markvissri málörvun barna á leikskólaaldri er að veita þeim næg tækifæri til að þjálfa og efla skilning sinn og tjáningarfærni í íslensku. Börnum, sem alast upp við annað eða önnur tungumál á heimili sínu en íslensku, á að standa til boða sömu tækifæri í námi og leik og börnum sem eiga íslensku sem móðurmál. Börn á leikskólaaldri eru á máltökuskeiði og geta náð góðri færni í íslensku með réttum stuðningi og réttri málörvun.

Mikilvægt er að börn nái strax á leikskólaaldri góðum tökum á málinu sem talað er í umhverfi þeirra, hvort sem það er á heimili eða í leikskóla. Sérkennslustjóri er ábyrgur fyrir því að tryggja að öll börn í leikskóla fái viðeigandi stuðning, þ.m.t börn með önnur móðurmál en íslensku. Því þarf að skapa möguleika fyrir börn sem eru að læra íslensku að umgangast íslensku með markvissri málörvun og að þau fái fleiri tækifæri til að ná góðum tökum á tungumálinu. Hvort sem barn er með málþroskafrávik eða slaka færni í því að læra íslensku, þá er mikilvægt að veita viðeigandi íhlutun til þess að öll börn hafi jafna möguleika til náms og leiks.

Þegar börn fá markvissa málörvun eykst orðaforði þeirra sem er mikilvægt því þá eykst skilningur þeirra og þau skilja betur það sem fram fer í umhverfi þeirra og einnig svo þau geti tjáð sig með fleiri orðum.

Sérkennslustjóri ásamt leikskólastjóra ber ábyrgð á því að tryggja að starfsfólk leikskólans sé upplýst um og noti viðeigandi aðferðir í málörvun og málrækt íslenskrar tungu í starfi og leik með börnum. Nota skal markvissar leiðir í að meta framfarir í máltöku, þ.m.t Hæfniramma í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021). Þeim er fyrst og fremst ætlað að vera uppspretta fjölbreytilegs leikskólastarfs sem styður við framfarir barna í íslensku.

málræktar og læsisiáætlun mánalands 2023- 24.pdf

túngumálasefna mánalands íslensku.docx


ENGLISH=====

At Mánaland, there is a high percentage of children and staff with a foreign background who speak other languages than/or in addition to Icelandic. The llanguage environment is therefore diverse and sometimes complex regarding the preschool's legal obligations to promote the cultivation of the Icelandic language. The goal of targeted language stimulation for preschool-age children is to provide them with enough opportunities to train and develop their understanding and expression skills in Icelandic. Children who grow up with one or more languages in their home than Icelandic should have the same opportunities in learning and playing as children whose mother tongue is Icelandic. Children of preschool age are in the language acquisition phase and can achieve good skills in Icelandic with the right support and language stimulation.

It is important that children at preschool age already have a good grasp of the language that is spoken in their environment, whether it is at home or in preschool. The head of special education is responsible for ensuring that all children in preschool receive appropriate support, including children whose mother tongue is not Icelandic. It is therefore necessary to create opportunities for children who are learning Icelandic to socialize with Icelandic through targeted language stimulation and that they get more opportunities to gain a good grasp of the language. Whether a child has a language development disorder or weak skills in learning Icelandic, it is important to provide appropriate intervention so that all children have equal opportunities to learn and play.
When children receive targeted language stimulation, their vocabulary increases, which is important because their understanding increases and they better understand what is going on in their environment and also so that they can express themselves with more words.
The head of special education together with the director of the preschool is responsible for ensuring that the preschool staff is informed about and uses appropriate methods for language stimulation and language cultivation of the Icelandic language in work and play with children. Targeted methods should be used to assess progress in language acquisition, including the Icelandic Competency Framework for multilingual children in kindergarten (2021). They are primarily intended to be a source of diverse preschool work that supports children's progress in Icelandic.

language development and literacy plan 2023 -24 (1).pdf

mánaland language policy english.docx

© 2016 - 2025 Karellen