Karellen

Kæru foreldrar!

Á sama tíma og við bjóðum ykkur og barnið ykkar velkomið í leikskólann, Mánaland, viljum við veita ykkur upplýsingar um ýmis atriði sem eru tengd starfsemi leikskólans og nauðsynlegt er fyrir foreldra að vita.

Mýrdalshreppur á og rekur leikskólann Mánaland. Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með rekstri hans fyrir hönd sveitarstjórnar og er hann næsti yfirmaður leikskólastjóra.

Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Leikskólinn er staðsettur í sama húsi og Víkurskóli, grunnskóli Mýrdalshrepps ásamt íþróttamiðstöð hreppsins. Milli 20 - 30 börn stunda nám við leikskólann á hverjum tíma. Starfsmannafjöldi miðast við fjölda barna og aldur þeirra. Leikskólinn opnar kl. 07:45 á morgnana og honum er lokað kl. 16:15.

Símanúmer leikskólans er 487 1241.


© 2016 - 2024 Karellen