Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og annast, að ósk foreldra, um uppeldi og menntun barna undir skólaskyldualdri. Markmiðið í lögum um leikskóla frá 2008 er “að í leikskólum skal velferð og hagur barna höfð að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Börn sem þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, að mati viðurkenndra greiningaraðila, eiga rétt á slíkri þjónustu innan leikskólans. Þjónusta þessi skal fara fram undir handleiðslu sérfræðinga samkvæmt ákvörðun leikskólastjóra og Skólaþjónustu skv. 21. gr. 2008. “ Börn með fötlun og börn með frávik í þroska fá sérkennslu samkvæmt reglum sem sveitarfélagið setur þar um.
Leikskóli er fyrir öll börn á leikskólaaldri. Í leikskóla eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Leitast er við að hvert einstakt barn fái viðfangsefni við sitt hæfi. Mikilvægt er að félagsskapur og samskipti barnanna bindi þau vináttuböndum og styrki samkennd þeirra. Í leikskóla er það talinn ávinningur fyrir alla að eiga þar fjölbreytt samfélag.
Unnið er samkvæmt hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar þar sem lögð er áhersla á að unnið sé markvisst eftir viðurkenndum aðferðum til þess að hægt sé að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barna eins snemma og unnt er. Megináhersluþættir snemmtækrar íhlutunar eru:
- Að íhlutun hefjist sem fyrst.
- Að áhersla sé lögð á samvinnu við foreldra barnsins.
- Að aðilar sem vinna með barninu hafi fagþekkingu á eðli þroskafrávika með þeim aðferðum sem notaðar eru.
- Að íhlutun fari fram við þær aðstæður sem árangursríkastar eru fyrir hvert barn.
- Að áhersla sé lögð á þverfaglega nálgun og samvinnu milli stofnana/sérfræðinga.
Hér er að finna verklag Mánalands vegna sérkennslu, snemmtæk íhlutun og málörvun ásamt upplýsingar vegna 1. stigs vinnu tengd farsældar skólaþjónusta og leikskóla athugun og úrræðialisti 1. stigs
Á Mánalandi er starfandi Serkennslustjóri . Sérkennslustjóri á Mánalandi ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar og málörvun ásamt leikskólastjóra. Sérkennslustjóri er faglegur umsjónarmaður sérkennslunnar og málörvunar og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli skólaþjónustu, og annarra utanaðkomandi sérfræðinga og foreldra og til starfsmanna leikskólans. Einnig hefur hann umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu og málörvun.
sérkennsla verklag mánaland 2024.pdf
leikskóli athugun og úrræðlaisti 1.stigs.pdf
starfslýsingu sérkennslustjóri mánalands 2024.pdf
ENGLISH=====
Preschool is the first school level in the school system and, at the request of parents, takes care of the upbringing and education of children under school age. The aim of the Preschool Act from 2008 is "that in preschools, the well-being and benefit of children should be the guiding principle in all work. Care and education must be provided to children, they must be provided with a healthy and encouraging educational environment and safe learning and playing conditions. Children who need special support and training, in the opinion of authorized analysts, are entitled to such services within the preschool. This service must be carried out under the guidance of experts according to the decision of the preschool director and School Services according to Article 21 2008. "Children with disabilities and children with developmental abnormalities receive special education according to the rules set by the municipality."
Our schoolwork is carried out in accordance with the concept of early intervention, where the emphasis is on working systematically according to recognized methods in order to have the greatest possible impact on the developmental progress of children as early as possible. The main focus areas of early intervention are:
- That intervention begins as soon as possible.
- That emphasis is placed on cooperation with the child's parents.
- That the parties working with the child have professional knowledge of the nature of developmental abnormalities with the methods used.
- That intervention takes place in the conditions that are most effective for each child.
- That emphasis is placed on a multidisciplinary approach and cooperation between institutions/exertsAt
At Mánaland we have a Special education leader on staff. The head of special education in Mánaland is responsible for planning, implementing and re-evaluating the special education and language stimulation together with the preschool director. The head of special education is the professional supervisor of special education and language stimulation and is responsible for sharing information between school services, other external experts and parents and to the preschool staff. He is also in charge of the preschool's educational and study materials related to special education and language stimulation.