Karellen
news

Listasýning og Sumarhátíð Foreldrafélagsins 18. júní 2025

16. 06. 2025

Kæru foreldrar/forráðamenn

Það hefur orðið smávægileg breyting á dagskránni þann 18. júní. Opnunarhátíðarhlutinn datt út vegna óviðráðanlegra ástæðna og verður haldinn í staðinn þann 26. júní kl. 16. Endilega takið daginn frá. ?

Við opnum því leikskólann og Listasýningu barnanna kl. 11:00 þar sem foreldrum og fjölskyldum er velkomið að koma og skoða listaverk barnanna, rölta um leikskólann og spjalla við starfsmenn. Foreldrafélagið byrjar að grilla um 11:30 og verður með skemmtidagskrá fram eftir degi.

Við biðjum ykkur að athuga að þetta er venjulegur leikskóladagur að öðru leiti, foreldrar geta komið þegar hentar, það þarf bara að láta vita hvort barnið verði tekið eða ekki. Við skráum börn út úr Karellen-kerfinu þegar foreldrar mæta en verði barnið ekki tekið þegar foreldri fer skráum við það aftur inn.

Hlökkum til að sjá ykkur!! ?

Börn og starfsfólk Mánalands!!

© 2016 - 2025 Karellen