Karellen

Vinsamlega merkið fatnað barnanna.

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og því er nauðsynlegt að þau komi í fötum sem sjá má á, t.d. eftir málningavinnu o.fl. Spariklæðnaður eða föt sem þola illa þvott eru því óhentug. Athugið að ekki er tekin ábyrgð á fötum sem týnast eða skemmast. Auk þess er æskilegt að börnin séu í léttum innifatnaði sem þau ráða sjálf við að klæða sig úr og í.

Aukaföt þurfa alltaf að vera í boxinu ef óhapp á sér stað eða börnin blotna í útiveru.

Mikilvægt er að vera með útiföt eftir veðri og að þau séu víð og þægileg og hindri ekki hreyfingar barnanna við leik og störf. Ullarsokkar og rúmur skófatnaður koma í veg fyrir að börnunum verði kalt á fótunum. Í fataklefanum leggjum við ríka áherslu á að börnin hjálpi sér alltaf sjálf. Við kippum okkur ekki upp við að fötin snúi ekki rétt heldur horfum við á aðalmálið, að barnið klæði sig sjálft. Athuga þarf að ekki séu snúrur á fatnaði, mjóir treflar eða vettlingar í bandi sem slys geta hlotist af.

Gott er að börnin séu í inniskóm, ekki síst ef neyðarástand skapast.

Nauðsynlegt er að athuga fatabox barnanna reglulega.

Hólf

Fatnað barnanna má geyma alla vikuna í hólfinu en á föstudögum þarf að tæma hólfin vegna þrifa. Foreldrar eru beðnir um að koma með margnota poka undir óhrein/blaut föt.

Listi yfir aukaföt:

© 2016 - 2023 Karellen